Fara í efni

Skuggakosningar ungmenna vegna sameiningaviðræðna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps

Málsnúmer 2201094

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 298. fundur - 13.01.2022

Þann 19. febrúar n.k. munu íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi kjósa um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Áhugavert er að heyra hvaða afstöðu ungt fólk hefur til slíkrar sameiningar. Af því tilefni er lagt til að fram fari svokallaðar skuggakosningar meðal nemenda á unglingastigi í grunnskóla og yngstu árgöngum FNV. Gert er ráð fyrir að ásamt starfsmönnum komi Ungmennaráð og nemendafélög að undirbúningi og framkvæmd kosninganna.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 299. fundur - 10.02.2022

Lögð fram kynning vegna skuggakosninga í elstu bekkjum grunnskóla og yngstu árgöngum framhaldsskóla í tilefni af kosningum um sameiningu sveitarfélaganna í Skagafirði sem fram fara þann 19. febrúar n.k. Skuggakosningarnar fara fram í næstu viku.