Fara í efni

Arfgerðargreiningar

Málsnúmer 2201210

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1000. fundur - 26.01.2022

Umræða um átak í riðuarfgerðagreiningum og leit að verndandi arfgerðum (ARR) gegn riðu í sauðfé. Karólína Elísabetardóttir sauðfjárbóndi í Hvammshlíð og Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað ásamt fulltrúum landbúnaðarnefndar; Jóhannesi H. Ríkharðssyni formanni, Jóel Þór Árnasyni, Valdimar Sigmarssyni og Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð vill koma á framfæri þakklæti til Karólínu, Eyþórs og samstarfsfélaga þeirra fyrir lofsvert frumkvæði í arfgerðargreiningum gegn riðu og hvetjum þau til áframhaldandi góðra verka.
Véku gestir af fundi kl. 12:22.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 225. fundur - 03.02.2022

Lögð fram til kynningar bókun 1000. fundar byggðarráðs þann 26. janúar 2022 sem hluti landbúnaðarnefndar tók þátt í. Einnig lögð fram til kynningar frétt af heimasíðu sveitarfélagsins frá 19. janúar 2022 þar sem landbúnaðarefnd fagnar fundi á ARR í íslenska sauðfjárstofninum.