Lögð fram fundargerð frá 28. júlí 2022 vegna opnunar tilboða í tilboðsverkið "Leikskólinn Tröllaborg Hólar í Hjaltadal, útboð - frágangur lóðar". Engar athugasemdir bárust fyrir opnun tilboða. Fornverk ehf. lagði fram eitt tilboð í verkið að fjárhæð 40.779.030, 108,4% af áætluðu kostnaðarverði og annað frávikstilboð að fjárhæð 35.071.930 kr., 93,3% af áætluðu kostnaðarverði. Önnur tilboð bárust ekki en 11 aðilum var gefinn kostur á að bjóða í verkið. Engar athugasemdir komu eftir opnun tilboða. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Byggðarráð samþykkir að frávikstilboði Fornverks ehf. verði tekið.
Byggðarráð samþykkir að frávikstilboði Fornverks ehf. verði tekið.