Reynir Ásberg Jómundsson hefur óskað eftir því að sveitarfélagið komi að viðgerð á afréttargirðingu í landi Áshildarholts, u.þ.b. 1 km. að lengd. Lagfæring girðingarinnar var gerð sumarið 2021 og er kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins 628 þkr. Landbúnaðarnefnd hefur þegar ráðstafað því fjármagni sem hún hefur til girðingaframkvæmda á fjárhagsáætlun ársins 2022. Hlutur sveitarfélagsins verður ekki til greiðslu fyrr en á árinu 2023 að óbreyttu.
Landbúnaðarnefnd hefur þegar ráðstafað því fjármagni sem hún hefur til girðingaframkvæmda á fjárhagsáætlun ársins 2022. Hlutur sveitarfélagsins verður ekki til greiðslu fyrr en á árinu 2023 að óbreyttu.