Fara í efni

Grenjasvæði tilfærð

Málsnúmer 2202260

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 226. fundur - 17.03.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. febrúar 2022 frá Garðari Páli Jónssyni, Friðriki Andra Atlasyni og Herberti Hjálmarssyni þar sem þeir óska eftir breytingu á þeim grenjasvæðum sem þeim hafa verið úthlutuð til leitar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að Herbert og Friðrik Andri fá til viðbótar Hjaltadal að austan frá Hofsá, fram Haga, Héðinsdal og Fúinhyrnu. Við þessa breytingu eru þeir með Hjaltadalinn beggja megin ár framan við Hofsá.

Landbúnaðarnefnd hafnar beiðni Garðars Páls um að hann sjái um grenjaleit frá Sleitustöðum út Óslandshlíð að merkjum Stafnshóls og Skuggabjarga, sökum þess að svæðið er þegar úthlutað öðrum.