Fara í efni

Framtíðarstefnumörkun íþróttamála í Skagafirði

Málsnúmer 2203176

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1008. fundur - 22.03.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. mars 2022 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar varðandi tvær þingsályktunartillögur sem samþykktar voru samhljóða á 102. ársþingi UMSS þann 12. mars 2022.
Í fyrri tillögunni komu fram þakkir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir veittan stuðning á liðnum árum. Síðari tillagan hljóðar svo: "102. ársþing UMSS haldið í Húsi frítímans þann 12. mars 2022, hvetur Sveitarfélagið Skagafjörð að setja af stað vinnu í samvinnu við UMSS varðandi framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum í Sveitarfélaginu Skagafirði og í framhaldi af því að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu."
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum UMSS á næsta fund byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1009. fundur - 30.03.2022

Málið áður á dagskrá 1008. fundi byggðarráðs þann 22. mars 2022. Þingsályktunartillaga 102.ársþings UMSS haldið í Húsi frítímans þann 12. mars 2022, hvetur Sveitarfélagið Skagafjörð að setja af stað vinnu í samvinnu við UMSS varðandi framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum í Sveitarfélaginu Skagafirði og í framhaldi af því að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn UMSS til viðræðu, Gunnar Þór Gestsson formaður og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri.
Byggðarráð samþykkir að skipa starfshóp með UMSS um stefnumörkun í íþróttamálum í sveitarfélaginu að sveitarstjórnarkosningum loknum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 14. fundur - 21.09.2022

Málið áður á dagskrá 1008. og 1009. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkti að skipa starfshóp með UMSS um stefnumörkun í íþróttamálum í sveitarfélaginu að sveitarstjórnarkosningum loknum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að forsvarsmenn UMSS komi á fund byggðarráðs til viðræðu um málefnið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 16. fundur - 05.10.2022

Málið áður á dagskrá á fundum byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. og 30. mars 2022. Þingsályktunartillaga 102. ársþings UMSS haldið í Húsi frítímans þann 12. mars 2022, hvetur Sveitarfélagið Skagafjörð að setja af stað vinnu í samvinnu við UMSS varðandi framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum í Sveitarfélaginu Skagafirði og í framhaldi af því að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn UMSS til viðræðu, Gunnar Þór Gestsson formaður, Þuríður Elín Þórarinsdóttir og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skipa tvo starfsmenn sveitarfélagsins í starfshóp með fulltrúum UMSS vegna upplýsingaöflunar um stöðumat. Starfshópurinn skal skila skýrslu fyrir næstu áramót.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 19. fundur - 30.11.2023

Lagður fram til kynningar spurningalisti sem sendur var á stjórnir deilda og félaga innan UMSS. Starfshópur um framtíðarstefnumörkun íþróttamála í Skagafirði tók til starfa í sumar, en honum er falið að framkvæma stöðumat með því að afla upplýsinga sbr. greinagerð er samþykkt var á ársþingi UMSS árið 2022.