Fara í efni

Fyrirspurn vegna Kleifatún 2

Málsnúmer 2205007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1014. fundur - 11.05.2022

Lagt fram bréf dagsett 4. apríl 2022 frá Hafsteini Loga Sigurðarsyni og Júlíu Ósk Gestsdóttur, íbúum í Kleifatúni 2, Sauðárkróki. Með tilvísun í fundarsamþykkt umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. október 2021, óska bréfritarar eftir því að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði þeirra við að reisa ákeyrsluvarnarvegg á mörkum lóðarinnar Kleifatún 2, við Túngötu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar vegna úttektar á umferðaröryggi við Túngötu og þeirra aðgerða sem ráðast á í að úttekt lokinni. Afstaða byggðarráðs til erindisins að öðru leyti verður tekin þegar úttekt og öryggisráðstafanir munu liggja fyrir.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 5. fundur - 08.09.2022

Málið tekið fyrir og rætt á fundi byggðarráðs 11. maí síðastliðinn sem samþykkti þá að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar vegna úttektar á umferðaröryggi við Túngötu og þeirra aðgerða sem ráðast á í að úttekt lokinni. Afstaða byggðarráðs til erindisins að öðru leyti verður tekin þegar úttekt og öryggisráðstafanir munu liggja fyrir.
Fyrir liggja drög verkfræðistofunnar Eflu að bættu umferðaröryggi við Túngötu á Sauðárkróki. Tillagan miðar að því að hægja á umferð um götuna en leyfður hámarkshraði er 30 km á klukkustund. Reynslan er hinsvegar sú að virkur hraði í götunni er talsvert hærri sem leiðir af sér hættu fyrir íbúa og vegfarendur. Merking og málun gangbrauta hefur sýnt sig í að vera hraðatakmarkandi aðgerð og leggur Efla til að 7-8 þveranir verði merktar og upplýstar, þar af verði 2 uppbyggðar hraðahindranir.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu Eflu og felur sviðsstjóra að láta hanna, teikna upp og kostnaðarmeta aðgerðapakkann. Umhverfis- og samgöngunefnd telur framangreind áform til bætts umferðaröryggis taka á yfirvofandi hættu aðliggjandi húsa við Túngötu á Sauðárkróki.

Byggðarráð Skagafjarðar - 14. fundur - 21.09.2022

Erindið áður á 1014. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 11. maí 2022. Lagt fram bréf dagsett 4. apríl 2022 frá Hafsteini Loga Sigurðarsyni og Júlíu Ósk Gestsdóttur, íbúum í Kleifatúni 2, Sauðárkróki. Með tilvísun í fundarsamþykkt umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. október 2021, óska bréfritarar eftir því að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði þeirra við að reisa ákeyrsluvarnarvegg á mörkum lóðarinnar Kleifatún 2, við Túngötu. Lögð fram bókun 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 8. september 2022: "Málið tekið fyrir og rætt á fundi byggðarráðs 11. maí síðastliðinn sem samþykkti þá að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar vegna úttektar á umferðaröryggi við Túngötu og þeirra aðgerða sem ráðast á í að úttekt lokinni. Afstaða byggðarráðs til erindisins að öðru leyti verður tekin þegar úttekt og öryggisráðstafanir munu liggja fyrir. Fyrir liggja drög verkfræðistofunnar Eflu að bættu umferðaröryggi við Túngötu á Sauðárkróki. Tillagan miðar að því að hægja á umferð um götuna en leyfður hámarkshraði er 30 km á klukkustund. Reynslan er hinsvegar sú að virkur hraði í götunni er talsvert hærri sem leiðir af sér hættu fyrir íbúa og vegfarendur. Merking og málun gangbrauta hefur sýnt sig í að vera hraðatakmarkandi aðgerð og leggur Efla til að 7-8 þveranir verði merktar og upplýstar, þar af verði 2 uppbyggðar hraðahindranir. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu Eflu og felur sviðsstjóra að láta hanna, teikna upp og kostnaðarmeta aðgerðapakkann. Umhverfis- og samgöngunefnd telur framangreind áform til bætts umferðaröryggis taka á yfirvofandi hættu aðliggjandi húsa við Túngötu á Sauðárkróki."
Lagt fram minnisblað frá Eflu verkfræðistofu m.a. vegna Túngötu m.t.t umferðaröryggis, gönguleiða, þverana og hámarkshraða (halda umferðarhraða í 30 km/klst. með aðgerðum). Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð vísar í bókun umhverfis- og samgöngunefndar frá 8. september s.l. og fyrirliggjandi minnisblað frá Eflu verkfræðistofu og vísar fyrirhuguðum framkvæmdum til að tryggja umferðaröryggi til gerðar fjárhagsáætlunar 2023. Jafnframt hafnar byggðarráð erindinu um þátttöku í að reisa ákeyrsluvarnarvegg á mörkum lóðarinnar Kleifatún 2 við Túngötu.