Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi - Ljósleiðari Orkufjarskipta - Varmahlíð að Öxnadalsheiði

Málsnúmer 2205171

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 20.06.2022

Bergur Þ. Þórðarson sækir fh.Orkufjarskipta hf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í fjölpípu frá Tengivirki Landsnets í Varmahlíð upp á Öxnadalsheiði. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni lagnaleið.
Orkufjarskipti hf. áætlar að leggja ljósleiðara í fjölpípu frá Tengivirki Landsnets í Varmahlíð upp á Öxnadalsheiði, sjá meðfylgjandi loftmynd. Ástæða lagnarinnar er að tvítengja með ljósleiðara tengivirki Landsnets á Varmahlíð og tengivirki Landsnets á Rangárvölllum og tryggja þar með fjarskipti þessara staða til stýringa á raforkukerfi landsmanna. Lögð verður fjölpípa svo að ekki komi til frekara rask á á umhverfi samhliða lagningu ljósleiðara annara fjarskiptafyrirtækja. Lögnin mun liggja frá tengivirkinu í Varmahlíð, til suðurs í gegnum ræktað land en síðan sveigja til austurs og inn að Þjóðvegi 1 við Sólvelli. Þaðan mun lögnin liggja með fram Þjóðvegi 1 inn að landi Silfrastaða. Frá Silfrastöðum mun lögnin liggja meðfram gamla þjóveginum framhjá Ytra-Koti og fara yfir gömlu brúnna við Norðurá. Þaðan mun lögnin liggja til Suðurs inn að Þjóðvegi 1. Lögnin liggur svo samhliða Þjóðvegi 1 yfir Öxnadalsheiði og niður í Öxnadal. Rörið verður plægt beint í jörðu. Ljósleiðaranum verður að verki loknu blásið í. 18 tenngibrunnar verða á leiðinni þar sem hægt verður að komast að lögninni vegna mælinga og eftirlits á ástandi strengsins. Gengið verður þannig frá brunnunum að þeir falli sem best inn í það umhverfi sem þeir eru í. Við leiðarvalið var tekið mið af landslagi og forðast var eftir megni að fara um viðkvæm svæði. Þá kemur fram að leitað var upplýsinga um bestu leiðir hjá heimamönnum sem þekkja vel til á svæðinu. Við val og útstikun leiðarinnar var ekkert sem benti til þess að verið væri að fara um landsvæði með hugsanlegar fornleifar. Plægingin verður framkvæmd með jarðýtu á flotbeltum og eins verður beltagrafa sem fer á eftir og lokar plógfarinu. Öll ummerki framkvæmdarinnar á yfirborði verða lagfærð. Sáð verður í þau jarðvegssár sem verða í grónu landi og einnig verður lögð rík áhersla á vandaðan frágang þar sem strenglögnin þverar ár og læki. Ummerki munu hverfa að mestu á einu sumri í grónu landi, en á melum geta þau verið lengur að jafna sig.
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins vegna ofangreindrar framkvæmdar.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 2. fundur - 27.06.2022

Vísað frá 1. fundi skipulagsnefndar þann 20. júní 2022 þannig bókað.
Bergur Þ. Þórðarson sækir fh.Orkufjarskipta hf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í fjölpípu frá Tengivirki Landsnets í Varmahlíð upp á Öxnadalsheiði. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni lagnaleið. Orkufjarskipti hf. áætlar að leggja ljósleiðara í fjölpípu frá Tengivirki Landsnets í Varmahlíð upp á Öxnadalsheiði, sjá meðfylgjandi loftmynd. Ástæða lagnarinnar er að tvítengja með ljósleiðara tengivirki Landsnets á Varmahlíð og tengivirki Landsnets á Rangárvölllum og tryggja þar með fjarskipti þessara staða til stýringa á raforkukerfi landsmanna. Lögð verður fjölpípa svo að ekki komi til frekara rask á á umhverfi samhliða lagningu ljósleiðara annara fjarskiptafyrirtækja. Lögnin mun liggja frá tengivirkinu í Varmahlíð, til suðurs í gegnum ræktað land en síðan sveigja til austurs og inn að Þjóðvegi 1 við Sólvelli. Þaðan mun lögnin liggja með fram Þjóðvegi 1 inn að landi Silfrastaða. Frá Silfrastöðum mun lögnin liggja meðfram gamla þjóveginum framhjá Ytra-Koti og fara yfir gömlu brúnna við Norðurá. Þaðan mun lögnin liggja til Suðurs inn að Þjóðvegi 1. Lögnin liggur svo samhliða Þjóðvegi 1 yfir Öxnadalsheiði og niður í Öxnadal. Rörið verður plægt beint í jörðu. Ljósleiðaranum verður að verki loknu blásið í. 18 tenngibrunnar verða á leiðinni þar sem hægt verður að komast að lögninni vegna mælinga og eftirlits á ástandi strengsins. Gengið verður þannig frá brunnunum að þeir falli sem best inn í það umhverfi sem þeir eru í. Við leiðarvalið var tekið mið af landslagi og forðast var eftir megni að fara um viðkvæm svæði. Þá kemur fram að leitað var upplýsinga um bestu leiðir hjá heimamönnum sem þekkja vel til á svæðinu. Við val og útstikun leiðarinnar var ekkert sem benti til þess að verið væri að fara um landsvæði með hugsanlegar fornleifar. Plægingin verður framkvæmd með jarðýtu á flotbeltum og eins verður beltagrafa sem fer á eftir og lokar plógfarinu. Öll ummerki framkvæmdarinnar á yfirborði verða lagfærð. Sáð verður í þau jarðvegssár sem verða í grónu landi og einnig verður lögð rík áhersla á vandaðan frágang þar sem strenglögnin þverar ár og læki. Ummerki munu hverfa að mestu á einu sumri í grónu landi, en á melum geta þau verið lengur að jafna sig. Óskað er eftir framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins vegna ofangreindrar framkvæmdar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
Erindi borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.