Kári Ottósson þinglýstur eigandi landsspildunnar Viðvík land (landnr. 178681) óska eftir heimild til að stofna 450 m² byggingarreit undir íbúðarhús á landsspildunni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 72091001, dags. 17. maí 2022. Þá er óskað eftir skráningu á hnitsettri afmörkun landsins í landeignaskrá Þjóðskrár Íslands, eins og hún er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti S01, dags. 17. maí 2022. Hnitsett afmörkun landsins, á meðfylgjandi uppdrætti, er skv. þinglýstu skjali nr. 746/1995. Stærð landsins er 7,5 ha (75.000 m²). Kári Ottósson þinglýstur eigandi Viðvíkur lands, L178681, er þinglýstur eigandi aðliggjandi landeigna. (Ekki er verið að sækja um breytingu á ytri afmörkun Viðvíkur lands, L178681.)
Skipulagsnefnd samþykkir afmörkun landspildunnar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir afmörkun landspildunnar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.