Fara í efni

Snorraverkefnið - móttaka starfsnema 2022

Málsnúmer 2205263

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 1. fundur - 16.06.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. maí 2022 frá Snorrasjóði ses. Óskað er eftir því að sveitarfélagið taki á móti þátttakanda í Snorraverkefninu sumarið 2022 og/eða veiti styrk til verkefnisins.
Sumarið 2022 mun 22 manna hópur ungmenna af íslenskum ættum á aldrinum 20-30 ára koma hingað til lands frá Kanada og Bandaríkjunum til að kynnast rótum sínum. Markmið verkefnisins er að styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Ísland og hvetja unga Vestur-Íslendinga til að varðveita og rækta íslenskan menningar- og þjóðararf sinn. Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga og Norræna félagsins.
Sveitarfélagið hefur þegar útvegað einum þáttakanda hlutavinnu í sumar.
Byggðarráð getur ekki orðið við beiðni um fjárhagsstyrk að sinni.