Lagt fram bréf dagsett 31. maí 2022 frá Félagi atvinnurekenda varðandi ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Stjórn Félags atvinnurekenda ítrekar áskoranir sínar til sveitarfélaga að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023. Þess er óskað að áskorun þessi verði rædd í sveitarstjórn. Byggðarráð skilur áhyggjur FA á hækkunum fasteignaskatta en minnir á fasta tengingu við framlag Jöfnunarsjóðs við álagsprósentu fasteignaskatts, þ.e. framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins lækkar ef það fullnýtir ekki skattstofninn. Ljóst er að þetta fyrirkomulag þarfnast endurskoðunar við. Frekari umræða verður tekin í tengslum við vinnu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar ársins 2023.
Byggðarráð skilur áhyggjur FA á hækkunum fasteignaskatta en minnir á fasta tengingu við framlag Jöfnunarsjóðs við álagsprósentu fasteignaskatts, þ.e. framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins lækkar ef það fullnýtir ekki skattstofninn. Ljóst er að þetta fyrirkomulag þarfnast endurskoðunar við.
Frekari umræða verður tekin í tengslum við vinnu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar ársins 2023.