Fara í efni

Skipulagsnefnd - 2

Málsnúmer 2206021F

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 5. fundur - 06.07.2022

Fundargerð 2. fundar skipulagsnefndar frá 30. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulagsnefnd - 2 Lögð fram fyrirspurn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóra sem vísar til samþykktar í sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 25. maí 2022 um fyrirhugaða byggingu menningarhús við Faxatorg á Sauðárkróki, sem í felst endurbætur og viðbygging á núverandi Safnahúsi Skagfirðinga. Óskað er eftir upplýsingum um hvort fyrirhuguð framkvæmd samræmist gildandi deiliskipulagi.

    Þar sem fyrirhuguð framkvæmd samræmist ekki gildandi deiliskipulagi, leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Flæðar á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Steinn Leó Sveinsson sækir um fyrir hönd framkvæmdasviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirliggjandi framkvæmda við lengingu götunnar Birkimels í Varmahlíð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við verkið verði lokið 15. október 2022. Í verkinu felast jarðvegsskipti vegna lengingu götunnar á um 160 metrar kafla. Uppgrafinn jarðveg á að flytja á losunarstað og jafna þar í samráði við eftirlitsmann verkkaupa. Í verkinu felst einnig gerð fráveitulagna á sama götukafla, auk lagningu annarra stofnlagna með tengingu við núverandi lagnir.
    Sótt er um leyfi á grundvelli útboðsgagna.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Gylfi Ingimarsson fyrir hönd lóðarhafa G Ingimarsson ehf. óskar eftir að fá að skila inn iðnaðarlóðinni Borgarflöt 23 á Sauðárkróki sem úthlutað var á 321. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 04.05.2018.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Lögð fram uppfærð drög að deiliskipulagi fyrir Skólamannvirkin í Varmahlíð. Svæðið afmarkast til austurs af Birkimel, til suðurs af Reykjarhólsvegi, til vesturs af afþreyingar- og ferðamannasvæði auk skógræktar og til norðurs af íbúðarhúsalóðinni Norðurbrún 1. Markmiðið með deiliskipulaginu er að styrkja svæðið í heild, samrýma og stýra framtíðaruppbyggingu og festa stefnu varðandi landnýtingu í sessi.
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir Hraun í Fljótum. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að upplýsa hönnuði um innsendar athugasemir. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir Sauðárkrókskirkjugarð. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • .9 2105295 Sveinstún
    Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir 3-D ásýndarmyndir unnar á Stoð ehf. af skipulagssvæði Sveinstúns á Sauðárkróki.
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir íbúabyggð við Víðigrund á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Lögð fram drög að lóðaryfirliti og skilmálum fyrir frístundalóðirnar nr. 1-8. á Steinsstöðum.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa lausar til úthlutunar lóðirnar sem verða aðgengilegar í öðrum áfanga svæðisins, alls 4 lóðir (nr. 4, 6, 7 og 8).
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir drög að skipulagslýsingu fyrir íbúabyggð á Steinsstöðum.
    Skipulagssvæðið nær yfir 3,8 ha svæði sem afmarkast af landamerkjum Steinsstaða og Reykja að norðan, Steinsstaðarskóla og félagsheimilinu Árgarði að vestan, Merkigarðsvegi (7575) að austan og hnitsettum landamerkjum að sunnan. Innan skipulagssvæðisins er íbúðarbyggð sem samanstendur af einbýlishúsum auk grænna svæða.

    Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir íbúabyggð á Steinsstöðum í auglýsingu í samræmi við 40.gr skipulagslaga 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Jónína Stefánsdóttir sækir fyrir hönd Hestamannafélagsins Skagfirðings um framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðleiðar um Sauðárkrók. Umbeðin framkvæmd samræmist gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og kallar eftir frekari gögnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.