Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2
Málsnúmer 2207009F
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 7. fundur - 20.07.2022
Fundargerð 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 18. júlí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sjöfn Guðmundsdóttur, dagsett 21.06.2022, vegna Félagsleika Fljótamanna sem haldnir verða um verslunarmannahelgina.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja hátíðina um 200.000 kr. Tekið af málaflokki 05710. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með 3 atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2 Erindi vísað til nefndarinnar af 6. fundi byggðaráðs. Tekinn fyrir tölvupóstur, dags. 6. júlí 2022, frá Þorgrími Ómari Unasyni, þar sem hann upplýsir um að umsókn hans um úthlutun byggðakvóta hafi verið hafnað af Fiskistofu vegna búsetu sinnar sem tilheyri byggðarlaginu Varmahlíð. Þá niðurstöðu kærði umsækjandi til Matvælaráðuneytis sem hefur nú staðfest höfnun Fiskistofu. Umsækjandi óskar eftir aðstoð Skagafjarðar sveitarfélags svo útgerð hans njóti jafnræðis á við aðrar útgerðir í Skagafirði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd harmar ákvörðun Fiskistofu. Skagafjörður er eitt sveitarfélag og eitt atvinnusvæði. Nefndin undrast því afgreiðslu Fiskistofu að hafna úthlutun byggðarkvóta vegna skilgreininga póstnúmera innan sveitarfélagsins og hvetur Fiskistofu til að endurskoða regluverk sitt er kemur að þessu. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með 3 atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2 Seatrade Cruise MED sölusýning í Malaga fer fram 13-15. september 2022. Á sýninguna mæta öll helstu skemmtiskipafélög og ferðaskipuleggjendur.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að senda fulltrúa á sölusýninguna. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með 3 atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2 Fyrsta skemmtiferðaskipið í hátt í 40 ár lagðist að bryggju á Sauðárkróki 14. júlí sl. Heitir skipið Hanseatic Nature og voru um 180 ferðamenn um borð í skipinu sem áttu kost á því að skoða Skagafjörð. Þótti heimsóknin takast vel. Þrjár skipakomur eru áætlaðar í viðbót á þessu sumri og ganga bóknir fyrir næstu ár vel.
Næstu skipakomur í sumar eru:
World Explorer - 29.07.22
Azamara Pursuit - 13.08.22
Azamara Pursuit - 19.08.22
Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með 3 atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2 Tekið til kynningar tölvupóstur um auglýsingaherferð frá Neyðarlínunni, dagsett 21.06.2022, sem ber heitið Góða skemmtun. Með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver þarf á aðstoð að halda.
Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með 3 atkvæðum.