Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. júlí 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2022, "Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030". Umsagnarfrestur er til og með 31. ágúst 2022. Byggðarráð Skagafjarðar telur að mikilvægt sé að stuðla að vistvænni mannvirkjagerð með það í huga að draga úr kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði. Þó ber að hafa í huga að þær aðgerðir sem gripið verði til í þeim tilgangi rýri ekki gæði mannvirkja, stytti líftíma þeirra eða valdi auknum og ófyrirsjáanlegum kostnaði sem mögulega hlýst af slíkum aðgerðum með tilheyrandi hækkun á byggingarkostnaði. Það er allra hagur að líftími bygginga sé sem lengstur og mannvirki þannig úr garði gerð að viðhaldskostnaður verði sem minnstur með það að markmiði að draga úr kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að mikilvægt sé að stuðla að vistvænni mannvirkjagerð með það í huga að draga úr kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði. Þó ber að hafa í huga að þær aðgerðir sem gripið verði til í þeim tilgangi rýri ekki gæði mannvirkja, stytti líftíma þeirra eða valdi auknum og ófyrirsjáanlegum kostnaði sem mögulega hlýst af slíkum aðgerðum með tilheyrandi hækkun á byggingarkostnaði. Það er allra hagur að líftími bygginga sé sem lengstur og mannvirki þannig úr garði gerð að viðhaldskostnaður verði sem minnstur með það að markmiði að draga úr kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði.