Erindi varðandi sölu á heitu vatni til starfsemi í kennslu og fiskeldi Háskólans á Hólum
Málsnúmer 2207112
Vakta málsnúmerVeitunefnd - 2. fundur - 06.09.2022
Erindi barst til sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 13. Júlí 2022. Erindið var tekið fyrir á 7. fundi Byggðarráðs þann 20.07.2022 og því vísað til afgreiðslu veitunefndar.
Efni: Beiðni um að Skagafjarðaveitur selji áfram heitt vatn til starfsemi í kennslu og rannsóknum í fiskeldi í aðstöðu fyrrum Hólalax og síðar FISK Seafood á þeim kjörum sem tiltekin eru í samningi sem gerður var á milli Hitaveitu Hjaltadals síðar Skagafjarðarveitna og Hólalax frá 4. maí, 1991 sem síðar var uppfærður þegar Hólalax sameinaðist FISK Seafood árið 2019.
Málið var tekið fyrir og niðurstaðan er að bjóða Háskólanum á Hólum hámarks afslátt sem veittur er til stórnotenda og sprotafyrirtækja af gjaldskrá Skagafjarðarveitna á heitu vatni vegna reksturs fiskeldis- og fiskalíffræðideildar í Hjaltadal. Skagafjarðarveitur hafa ekki heimild til að veita hærri afslátt en samkvæmt gildandi gjaldskrá.
Efni: Beiðni um að Skagafjarðaveitur selji áfram heitt vatn til starfsemi í kennslu og rannsóknum í fiskeldi í aðstöðu fyrrum Hólalax og síðar FISK Seafood á þeim kjörum sem tiltekin eru í samningi sem gerður var á milli Hitaveitu Hjaltadals síðar Skagafjarðarveitna og Hólalax frá 4. maí, 1991 sem síðar var uppfærður þegar Hólalax sameinaðist FISK Seafood árið 2019.
Málið var tekið fyrir og niðurstaðan er að bjóða Háskólanum á Hólum hámarks afslátt sem veittur er til stórnotenda og sprotafyrirtækja af gjaldskrá Skagafjarðarveitna á heitu vatni vegna reksturs fiskeldis- og fiskalíffræðideildar í Hjaltadal. Skagafjarðarveitur hafa ekki heimild til að veita hærri afslátt en samkvæmt gildandi gjaldskrá.
Byggðarráð Skagafjarðar - 13. fundur - 14.09.2022
Erindið áður á 7. fundi byggðarráðs þann 20. júlí 2022. Lögð fram bókun 2. fundar veitunefndar frá 6. september s.l. sem hljóðar svo: "Málið var tekið fyrir og niðurstaðan er að bjóða Háskólanum á Hólum hámarks afslátt sem veittur er til stórnotenda og sprotafyrirtækja af gjaldskrá Skagafjarðarveitna á heitu vatni vegna reksturs fiskeldis- og fiskalíffræðideildar í Hjaltadal. Skagafjarðarveitur hafa ekki heimild til að veita hærri afslátt en samkvæmt gildandi gjaldskrá."
Byggðarráð tekur undir sjónarmið veitunefndar og staðfestir bókun nefndarinnar.
Byggðarráð tekur undir sjónarmið veitunefndar og staðfestir bókun nefndarinnar.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en minnir á að afsláttarkjör þau sem Hitaveita Hjaltadals veitti Hólalax fyrir ríflega 30 árum síðan voru á grundvelli sérstaks samnings en í dag er í gildi gjaldskrá fyrir hitaorku úr hitaveitukerfum Skagafjarðarveitna sem veitir að hámarki 70% afslátt til stórnotenda og sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.
Byggðarráð vísar erindinu til veitunefndar.