Fara í efni

Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni

Málsnúmer 2207115

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 7. fundur - 20.07.2022

Tekinn fyrir tölvupóstur, dags. 14. júlí 2022, sem áframsendur er frá Vestamannaeyjabæ fyrir milligöngu framkvæmdastjóra SSNV. Með erindi Vestmannaeyjabæjar fylgdi bókun sem samþykkt var í bæjarstjórn um skort á tryggt sé jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu sem þó sé eitt af grundvallaratriðum í samfélagsuppbyggingunni, undirmönnum heilsugæslu á landsbyggðinni og þörf á að styrkja og breyta fyrirkomulagi sjúkraflugs.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir bókun Vestmannaeyjabæjar um að tryggja þurfi jafnt aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu og þar með að tryggja nauðsynlega mönnun á heilbrigðisstofnunum landsins. Byggðarráð minnir m.a. einnig í því sambandi á lið C3 í byggðaáætlun sem lýtur að ívilnunum tengdum endurgreiðslum námslána þar sem skortur er á sérmenntuðu starfsfólki.