Fara í efni

Stefna Skagafjarðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Málsnúmer 2208253

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 23. fundur - 23.11.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 28. október 2022 frá Hrefnu Gerði Björnsdóttur mannauðsstjóra sveitarfélagsins, varðandi stefnu og viðbragðsáætlun Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Einnig lögð fram uppfærð stefna og viðbragðsáætlun Skagafjarðar, sem að mestu er óbreytt frá fyrri útgáfu, en búið að taka tillit til nafnbreytingar á sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir stefnu og viðbragðsáætlun Skagafjarðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 23. fundi byggðarráðs frá 23. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað dagsett 28. október 2022 frá Hrefnu Gerði Björnsdóttur mannauðsstjóra sveitarfélagsins, varðandi stefnu og viðbragðsáætlun Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Einnig lögð fram uppfærð stefna og viðbragðsáætlun Skagafjarðar, sem að mestu er óbreytt frá fyrri útgáfu, en búið að taka tillit til nafnbreytingar á sveitarfélaginu. Byggðarráð samþykkir stefnu og viðbragðsáætlun Skagafjarðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Stefna Skagafjarðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.