Sigríður Þóra Stormsdóttir og Jón Egill Indriðason, þinglýstir eigendur lóðarinnar Álfgeirsvellir lóð, landnúmer 219759, óska eftir heimild til að stofna 0,40 ha (3.798 m²) lóð úr landi Álfgeirsvalla lóðar, sem „Álfgeirsvellir 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 725601 útg. 16. ágúst 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Innan útskiptrar lóðar er samþykktur byggingarreitur sem mun fylgja landskiptum. Óskað er eftir því að útskipt lóð verði áfram skráð sem íbúðarhúsalóð. Eftir landskipti verður Álfgeirsvellir lóð 1,6 ha að stærð. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með tilheyrandi staðgreini. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Engin fasteign er á umræddri spildu.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Innan útskiptrar lóðar er samþykktur byggingarreitur sem mun fylgja landskiptum.
Óskað er eftir því að útskipt lóð verði áfram skráð sem íbúðarhúsalóð.
Eftir landskipti verður Álfgeirsvellir lóð 1,6 ha að stærð.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með tilheyrandi staðgreini. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.