Fara í efni

Borgargerði 2 (145921) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2209139

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 8. fundur - 06.10.2022

Kristín Elfa Magnúsdóttir fyrir hönd Videosport ehf. þinglýsts landeiganda jarðarinnar Borgargerði 2, 145921 óskar eftir heimild til að stofna 19,7 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Borgargerði 4“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72954303 útg. dagsetning 9. september 2022. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Landheiti útskiptrar spildu vísar í heiti upprunajarðar og ber sama staðvísi. Ekki er annað landnúmer í sveitarfélaginu skráð með þetta staðfang.
Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I og II flokki.
Óskað er eftir því að útskipt spilda haldi skilgreiningu sem jörð.

Engin fasteign er á umræddri spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Ræktað land sem fylgir landskiptum þessum nemur 3,8 ha og er sýnt á afstöðuuppdrætti.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Borgargerði 2, landnr. 145921.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.