Fara í efni

Álfgeirsvellir land (landnúmer 207714) - Umsókn um stofnun landspildu og byggingarreits

Málsnúmer 2209215

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 7. fundur - 22.09.2022

Indriði Stefánsson þinglýstur eigandi Álfgeirsvalla lands, (landnr. 207714), óskar eftir heimild til að stofna 14 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Syðri-Vellir“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72560201 útg. 01.09 2022. Afstöðuppdrátturinn unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

Óskað er eftir því að útskipt spilda haldi skilgreiningunni sem jörð og að landheiti útskiptrar spildu verði Syðri-Vellir. Ekki er annað landnúmer skráð með sama landheiti í Skagafirði.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Ræktað land innan útskiptrar landsspildu er 1,3 ha.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Álfgeirsvöllum landi, landnr. 207714.

Jafnframt er óskað eftir eftir heimild til að að stofna 20800 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús innan spildunnar, líkt og sýnt er á sama uppdrætti.
Hámarksbyggingarmagn verði 300 m².
Jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um vegteningu liggur fyrir.

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.