Fara í efni

Ráðgefandi hópur um aðgengismál

Málsnúmer 2209222

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 14. fundur - 21.09.2022

Lagt fram erindisbréf fyrir ráðgefandi hóp um aðgengismál. Hópurinn heyrir beint undir byggðarráð. Í ráðgjafahópnum eiga sæti fjórir fulltrúar sem skipaðir eru af byggðarráði og skiptast þannig að tveir fulltrúar eru frá sveitarfélaginu, einn fulltrúi frá Sjálfsbjörg í Skagafirði og einn fulltrúi frá Þroskahjálp í Skagafirði. Formaður hópsins skal vera frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Markmiðið hópsins er að yfirfara fyrirhugaðar framkvæmdir hjá sveitarfélaginu með tilliti til aðgengis, koma með tillögur um endurbætur á aðgengi og forgangsröðun þeirra. Tillögurnar eru hafðar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlana hvers árs.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna í ráðgjafahópinn Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Eyrúnu Sævarsdóttur.