Fara í efni

Framtíð og skipulag útkallseininga í Skagafirði

Málsnúmer 2209285

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 15. fundur - 28.09.2022

Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom til fundar til að ræða framtíð og skipulag útkallseininga í Skagafirði. Mjög erfiðlega hefur gengið að manna útstöð slökkviliðsins á Hofsósi undanfarin ár svo ásættanlegt sé m.t.t. viðbragðs og þjónustu sem slík mönnun krefst. Búið er að auglýsa ítrekað eftir mannskap án árangurs. Er svo komið að útkallseiningin er nær óstarfhæf og gefur falskt öryggi fyrir íbúa á þjónustusvæðinu. Slökkvibifreiðin þar er í góðu lagi. Slökkvibifreiðin í Varmahlíð er ónýt og má því segja að báðar útkallseiningar séu óstarfhæfar í dag. Einn valkosturinn í stöðunni í dag er að færa bifreiðina á Hofsósi til Varmahlíðar og/eða að kaupa bifreið, en þá þarf að vera trygg mönnun á útkallseiningum.
Byggðarráð hefur áhyggjur af stöðu mála og felur sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra að vinna að tillögu í málinu.