Fara í efni

Mælifellskirkja - Lóðarmál

Málsnúmer 2209324

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 35. fundur - 05.10.2023

Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri rekstrastofu Þjóðkirkjunnar sækir fyrir hönd Þjóðkirkjunnar um hnitsetta afmörkun lóðarinnar Mælifellskirkja, L146210, og að stærð lóðarinnar verði 6.952,0 m². Lóðin er innan jarðarinnar Mælifells, L146209, sem er í eigu Þjóðkirkjunnar. Með umsókninni fylgir lóðarblað “Lóð fyrir kirkju og kirkjugarð" unnið af Sigurgeiri Skúlasyni landfræðingi, dags. 03.05.2023.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.