Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. október 2022 frá Heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra. Í póstinum segir: "Í ljósi þess að vart hefur orðið við vöðvasull í sauðfé frá nokkrum bæjum í nýliðinni sláturtíð, þá samþykkti Heilbrigðisnefndin eftirfarandi bókun á fundi sínum þann 27. október sl.:
"Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 er eiganda eða umráðamanni hunds skylt að láta ormahreinsa hund sinn árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda fjögurra mánaða og eldri. Þar sem búrekstur er skulu hundar ormahreinsaðir að liðinni aðalsláturtíð eða í síðasta lagi í desember ár hvert, nema að annað komi fram í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags.
Heilbrigðisnefndin beinir þeim tilmælum til aðildarsveitarfélaga að ítreka mikilvægi þess að eigendur ormahreinsi hunda sína og að sveitarfélögin auglýsi árlega hundahreinsun í lok sláturtíðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu sníkjudýra.
Einnig er mikilvægt gæta vel að frágangi sláturúrgangs til að rjúfa smitleiðir."
Það er rétt að taka það skýrt fram að vöðvasullurinn sem greinst hefur á síðustu áratugum í sauðfé á Íslandi, smitar ekki fólk.
"Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 er eiganda eða umráðamanni hunds skylt að láta ormahreinsa hund sinn árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda fjögurra mánaða og eldri. Þar sem búrekstur er skulu hundar ormahreinsaðir að liðinni aðalsláturtíð eða í síðasta lagi í desember ár hvert, nema að annað komi fram í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags.
Heilbrigðisnefndin beinir þeim tilmælum til aðildarsveitarfélaga að ítreka mikilvægi þess að eigendur ormahreinsi hunda sína og að sveitarfélögin auglýsi árlega hundahreinsun í lok sláturtíðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu sníkjudýra.
Einnig er mikilvægt gæta vel að frágangi sláturúrgangs til að rjúfa smitleiðir."
Það er rétt að taka það skýrt fram að vöðvasullurinn sem greinst hefur á síðustu áratugum í sauðfé á Íslandi, smitar ekki fólk.