Lagt fram bréf dagsett 10. október 2022 frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir því að sveitarstjórn Skagafjarðar taki til skoðuðnar að gera samstarfssamning við setrið. Setrið er með starfsstöðvar á Skagaströnd og á Hvammstanga. Rannsóknarsvið setursins er sagnfræði. Markmið Stofnunar rannsóknasetra HÍ til langs tíma er að hafa að lágmarki tvo fasta starfsmenn á hverju setri. Á næstu árum verður áhersla lögð á að tryggja fjármögnun fyrir föstum viðbótarstarfsmanni á setrinu á Norðurlandi vestra. Rekstrarfé rannsóknarsetranna kemur úr þremur áttum: Í fyrsta lagi frá ráðuneyti háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, í öðru lagi frá Háskóla Íslands og í þriðja lagi af sjálfsaflafé setranna í gegnum þjónustuverkefni og styrkjasókn. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.