Fara í efni

Skipulagsnefnd - 13

Málsnúmer 2211023F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Fundargerð 13. fundar skipulagsnefndar frá 24. nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Sveinn Úlfarsson, Gísli Sigurðsson, Sveinn Úlfarsson, kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 13 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynnti drög að deiliskipulagstillögu fyrir Sveinstún á Sauðárkróki.
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 13 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynnti drög að deiliskipulagstillögu fyrir Steinsstaði íbúðarbyggð.
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 13 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynnti nokkrar tillögur að drögum að deiliskipulagi fyrir Víðgrundina á Sauðárkróki.
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 13 Arnar Birgir Ólafsson frá Teiknistofu Norðurlands kynnti minnisblað með rýni á drög að deiliskipulagstillögu fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki.
    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 13 Daníel Þórarinsson og landeigandi Helgustaða í Unadal L192967, Jakobína Helga Hjálmarsdóttir leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði ásamt því að óska eftir að í aðalskipulagi verði svæðið skilgreint í landnotkunarflokki (VÞ) verslunar og þjónustusvæði.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna aðalskipulagsbreytingu.
    Þá bendir nefndin á:
    Að landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað.
    Sveitarstjórn getur einnig veitt landeiganda eða framkvæmdaraðila samkvæmt hans beiðni heimild til að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags. Skal hann þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr., og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Helgustaðir í Unadal - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 13 Óskar Páll Óskarsson f.h. Ríkissjóðs Íslands, kt. 540269-6459, þinglýsts eiganda viðskipta- og þjónustulóðarinnar Sólgarðar, landnúmer 146780, í Fljótum, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 1.800 m² íbúðarhúsalóð úr landi jarðarinnar, sem „Sólgarðar 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 56196001 útg. 28. okt. 2022. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Landheiti útskiptrar íbúðarhúsalóðar vísar til upprunalóðar með næsta lausa staðgreini.
    Innan afmörkunar útskiptrar spildu er matshluti 04 sem er 121,3 m² einbýlishús, byggt árið 1979. Húsið er í eigu Skagafjarðar. Matshluti þessi skal fylgja landskiptum og áritar húseigandi erindið til samþykkis.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Sólgarðar, L146780, er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2021.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 13 Annemie J. M. Milissen og Gústav Ferdinand Bentsson, þinglýstir eigendur jarðarinnar Steinn land, (landnr. 208710) Reykjaströnd Skagafirði óska eftir með vísan til laga nr. 81/2004 með síðari breytingum nr. 1459/151, og laga nr. 123/2010, heimild til að stofna 2.899 m2 spildu úr landi jarðarinnar fyrir geymsluhúsnæði.
    Óskað er eftir því að útskipta spildan verði skráð annað land (80) og fái heitið/staðfangið Smásteinn.
    Framlagður hnitsettur uppdráttur dagsettur 29.10.2022 unnin hjá Áræðni ehf., af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni kt. 020884-3639, gerir grein fyrir erindinu.
    Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki landbúnaðarland í I. og II. flokki
    Lögbýlaréttur og hlunnindi fylgja áfram jörðinni Steinn land 208710.
    Einnig óskað eftir stofnun 2.140 m² byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði á umbeðnu útskiptu landi, hámarksbyggingarmagn á byggingarreit 750 m².

    Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti en felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn Minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 13 Dagur Þór Baldvinsson fyrir hönd Skagafjarðarhafna óskar eftir framkvæmdaleyfi við Sauðárkrókshöfn.
    Skagafjarðarhafnir ásamt Vegagerðinni hafa unnið að undirbúningi viðhaldsdýpkunar Sauðárkrókshafnar samkvæmt samgönguáætlun.
    Stefnt er aðþví að vinna verkið í vetur.
    Helstu verkþættir eru:
    1. Gerð fyrirstöðugarðs innan Sauðárkrókshafnar við Hesteyri, samkvæmt meðfylgjandi teikningu sem fylgir erindinu. Áætlað heildarmagn af grjóti og sprengdum kjarna um 4.000 m³. Efnið verður að stórum hluta úr grjótvörn sem fyrir er á staðnum af svæðinu innan við áætlaðan fyristöðugarð.
    2. Viðhaldsdýpkun innan Sauðárkrókshafnar á þremur svæðum.
    Heildarmagn dýpkunarefnis um 14.000 m³, heildarflatarmál dýpkunarsvæða um 9.000 m². Efni verði losað í landfyllingu á hafnarsvæði.
    3. Landfylling 14.000 m3 við Hesteyri.

    Mat nefndarinnar er að:
    1. Gerð fyrirstöðugarðs innan Sauðárkrókshafnar við Hesteyri þurfi ekki í umhverfismat þar sem heildarmagn efnistöku eru um 4.000 m³ og að stórum hluta úr grjótvörn sem fyrir er á framkvæmdasvæðinu.
    2. Viðhaldsdýpkun þurfi ekki í umhverfismat þar sem heildarmagn efnistöku er undir 50.000 m³ viðmiði.
    3. 14.000 m³ landfylling þurfi ekki í umhverfismat þar sem heildarmagn efnistöku er undir 50.000 m³ viðmiði og framkvæmdasvæði undir 5 ha.

    Vegagerðin vann að undirbúningi í samvinnu við Skagafjarðarhafnir.
    Markmið verksins er að auka öryggi hafnarinnar.
    Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðnu framkvæmdaleyfi.

    Skipulagsnefnd samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða það í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins nr. 764.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 13 Steinbergur Finnbogason fyrir hönd umbjóðanda síns Antons Kristins Þórarinssonar lóðarhafa Melatúns 1, gerir ekki athugasemd við að lóðarúthlutun lóðarinnar við Melatún 1 á Sauðárkróki verði afturkölluð.
    Skipulagsnefnd samþykkir framangreinda lóðarinnköllun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 13 Hrólfur Sigurðsson fyrir hönd Krókfisks sækir um að gera breytingar á legu fyrirhugaðs hús á lóðinni við Háeyri 8 ásamt nýrri aðkomu að lóðinni frá Skarðseyri. Skipulagsfulltrúi upplýsir að mál til innköllunar á lóðinni úr hendi lóðarhafa sé í gangi.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt, en leggur til við sveitarstjórn að umbeðnar breytingarnar verði grenndarkynntar eigendum húsa við Lágeyri 3, Skarðseyri 11 b, Háeyri 4 og 6 í samræmi við 43. grein, önnur málsgrein Skipulagslaga nr. 123/2010. Tekið er fram að afgreiðslu þessa beri ekki að skilja svo að skipulagsfulltrúi skuli hætta við framangreint innköllunarmál.

    Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Háeyri 8 - Lóðarmál". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 13 Bjarni Reykjalín fyrir hönd Friðriks Jónssonar ehf. óskar eftir að fá að sameina iðnaðarlóðirnar Borgarröst 6 og 8. Skipulagsfulltrúi upplýsir að mál til innköllunar á lóðinni úr hendi lóðarhafa sé í gangi.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Tekið er fram að afgreiðslu þessa beri ekki að skilja svo að skipulagsfulltrúi skuli hætta við framangreint innköllunarmál.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Borgarröst 6 - Umsókn um lóð". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 13 Skúli Hermann Bragason sækir um iðnaðarlóðina við Borgarsíðu 5 til uppbyggingar á atvinnuhúsnæði.
    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.