Fara í efni

Þróun aðlögunaraðgerða vegna loftlagsbreytinga - boð um þátttöku

Málsnúmer 2211093

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 22. fundur - 16.11.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. nóvember 2022 til sveitarfélaga og landshlutasamtaka frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Leitað hefur verið til sambandsins til að óska eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftsagsbreytinga. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að taka þátt í verkefninu.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 9. fundur - 01.12.2022

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga. Byggðarráð samþykkti á fundi þann 16.11.2022 að fela sveitarstjóra að óska eftir að taka þátt í verkefninu.

Nefndin fagnar því að ákvörðun um þátttöku í verkefninu hafi verið tekin og lýsir sig fúsa til að taka þátt í þeirri vinnu sem liggur fyrir.