Fara í efni

Breyting á leigusamningi Hrauns

Málsnúmer 2211135

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 5. fundur - 17.11.2022

Erling Sigurðsson fyrir hönd Sóltúns ehf. leigutaka Hrauns í Unadal óskar eftir breytingu á leigusamningi frá 17. janúar 2017, varðandi hámark fjölda hrossa sem hafa má á jörðinni.
Landbúnaðarnefnd setur sig ekki upp á móti því að gerð verði breyting á ofangreindum samningi varðandi hámark hrossa og vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu.

Byggðarráð Skagafjarðar - 23. fundur - 23.11.2022

Erindinu vísað frá 5. fundi landbúnaðarnefndar 2022, þann 17. nóvember 2022 til byggðarráðs með eftirfarandi bókun: "Erling Sigurðsson fyrir hönd Sóltúns ehf. leigutaka Hrauns í Unadal óskar eftir breytingu á leigusamningi frá 17. janúar 2017, varðandi hámark fjölda hrossa sem hafa má á jörðinni. Landbúnaðarnefnd setur sig ekki upp á móti því að gerð verði breyting á ofangreindum samningi varðandi hámark hrossa og vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu."
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins að koma með tillögu að uppfærðum leigusamningi með tilliti til breytingar á hámarksfjölda hrossa.

Byggðarráð Skagafjarðar - 28. fundur - 21.12.2022

Málið áður á dagskrá 23. fundar byggðarráðs þann 23. nóvember 2022 og þá bókað: "Erindinu vísað frá 5. fundi landbúnaðarnefndar 2022, þann 17. nóvember 2022 til byggðarráðs með eftirfarandi bókun: "Erling Sigurðsson fyrir hönd Sóltúns ehf. leigutaka Hrauns í Unadal óskar eftir breytingu á leigusamningi frá 17. janúar 2017, varðandi hámark fjölda hrossa sem hafa má á jörðinni. Landbúnaðarnefnd setur sig ekki upp á móti því að gerð verði breyting á ofangreindum samningi varðandi hámark hrossa og vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu." Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins að koma með tillögu að uppfærðum leigusamningi með tilliti til breytingar á hámarksfjölda hrossa."
Lagður fyrir fundinn viðauki við framangreindan samning þar sem fallið er frá fjöldatakmörkunum búfjár til beitar. Önnur ákvæði samningsins eru óbreytt.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.