Lagt fram bréf dagsett 16. nóvember 2022 frá ADHD samtökunum. ADHD samtökin óska eftir samstarfi við Skagafjörð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi ADHD samtakanna á Norðurlandi. Óskað er eftir allt að 500.000 kr. styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni og samþykkir að synja því.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni og samþykkir að synja því.