Fara í efni

Samráð; Grænbók um sveitarstjórnarmál

Málsnúmer 2211287

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 24. fundur - 30.11.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. nóvember 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2022, "Grænbók um sveitarstjórnarmál". Umsagnarfrestur er til og með 16.12.2022.

Byggðarráð Skagafjarðar - 29. fundur - 04.01.2023

Málið áður á 24. fundi byggðarráðs þann 30. nóvember 2022. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. nóvember 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2022, "Grænbók um sveitarstjórnarmál". Framlengdur umsagnarfrestur er til og með 04.01.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar grænbók um sveitarstjórnarmál þar sem teknar eru saman upplýsingar um stöðu íslenskra sveitarfélaga og ráðist í samstillingu á stefnumótun ríkis og sveitarfélaga með heildarhagsmuni sveitarstjórnarstigsins í huga. Byggðarráð er sammála þeirri hugmyndafræði sem birtist í grænbókinni um að samhæfa þurfi stefnur og áætlanir ríkisins hvað byggðaáætlun, samgönguáætlun, landsskipulagsstefnu, húsnæðisstefnu og stefnu í sveitarstjórnarmálum varðar. Með slíkri sameiginlegri framtíðarsýn og meginmarkmiðum í framangreindum stefnum ætti að vera unnt að ná sem bestum árangri í málaflokkunum.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur einnig undir það sem kemur fram í grænbókinni að fjármál séu eitt brýnasta úrlausnarefni ríkis og sveitarfélaga um þessar mundir enda hafa skyldur og ábyrgð á opinberri þjónustu í auknum mæli flust frá ríki til sveitarfélaga án þess að fullnægjandi tekjustofnar hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að styrkja og fjölga tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni þeirra.
Byggðarráð Skagafjarðar áréttar jafnframt að skilningur þess á búsetufrelsi, eins og það birtist í grænbókinni, tekur ekki til breytinga á lögum um takmarkanir á heimildum til fastrar búsetu og lögheimilis í frístundabyggðum.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur að öðru leyti undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2022 um málið.