Byggðarráð Skagafjarðar leggur ríka áherslu á að fjárlaganefnd og Alþingi allt taki tillit til verulegrar vanfjármögnunar af hálfu ríkisins til þjónustu við fatlað fólk. Nauðsynlegt er að bregðast við án tafar enda er um að ræða helstu ógnun samtímans við fjárhagslega sjálfbærni sveitarstjórnarstigsins í heild sinni í landinu. Allar upplýsingar um hallann á liðnum árum, orsakir hans og greiningu liggja fyrir núna um mánaðarmótin nóvember/desember í kjölfar vinnu starfshóps um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Nauðsynlegt er að grípa þegar til aðgerða og styður byggðarráð Skagafjarðar tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga þar að lútandi um að ríkið tryggi að lágmarki 6,8 ma. kr. í fjáraukalögum þessa árs, sem þó er ekki nema tæplega helmingur rekstrarhalla málaflokksins á árinu 2021, og taki svo með heildstæðum hætti á fjármögnun rekstrarhallans á næsta ári. Ekki er hægt að bíða lengur með aðgerðir enda blasir við í rekstri og fjárhagsáætlunum allra sveitarfélaga landsins að hallinn íþyngir sveitarfélögunum verulega og ógnar því að sveitarfélögin geti veitt fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sjálft sett.
Rétt er að geta þess að Sveitarfélagið Skagafjörður óskaði á árinu 2020 eftir að gerð yrði úttekt á rekstri málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og var HLH ráðgjöf fengin til þess verkefnis. Í ljósi þess að sveitarfélagið fer með alla umsýslu málaflokksins í umboði sveitarstjórna á þjónustusvæðinu var einkar mikilvægt að fá faglegt og rekstrarlegt mat á þeirri ábyrgð sem Sveitarfélaginu Skagafirði er falin samkvæmt þjónustusamningnum. Í fáum orðum staðfestir úttekt HLH að faglegur rekstur sé í góðu samræmi við lög og reglugerðir, ekki er um umfram þjónustu að ræða og almenn sátt ríki um rekstur einstakra starfsstöðva sem og samskipti þeirra við stjórnsýslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í því ljósi er óhætt að segja að faglega og rekstrarlega sé staðið að málaflokknum á Norðurlandi vestra í samræmi við lög sem Alþingi hefur sett og reglugerðir ráðuneyta þar að lútandi.
Hallinn á rekstri málaflokksins var 24 m.kr. hjá Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2020 en á árinu 2021 var hann kominn í 151 m.kr. Horfur eru á að hallinn aukist enn á árinu 2022 og verði þá um 170 m.kr. hjá sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði. Í fjárhagsáætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir að hallinn hjá Skagafirði einum og sér verði svipaður og á yfirstandandi ári og ríflega 288 m.kr. á starfssvæðinu öllu, þ.e. Norðurlandi vestra. Bein framlög Skagafjarðar til málaflokksins eru því vel yfir hálfur milljarður króna á þessu 4 ára tímabili. Er um að ræða málaflokk sem erfitt er að hagræða í án þess að ganga á lögbundna þjónustu og rétt notenda þannig að þar er fyrst og fremst um tekjuvanda að ræða. Rétt er að hafa í huga að breytingar sem gerðar voru á lögum á Alþingi árið 2018 um breytt þjónustuviðmið hafa haft verulega íþyngjandi áhrif á rekstur málaflokksins fjárhagslega. Það er afar brýnt að ríkisvaldið leiðrétti sín framlög strax í fjáraukalögum 2022.
Rétt er að geta þess að Sveitarfélagið Skagafjörður óskaði á árinu 2020 eftir að gerð yrði úttekt á rekstri málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og var HLH ráðgjöf fengin til þess verkefnis. Í ljósi þess að sveitarfélagið fer með alla umsýslu málaflokksins í umboði sveitarstjórna á þjónustusvæðinu var einkar mikilvægt að fá faglegt og rekstrarlegt mat á þeirri ábyrgð sem Sveitarfélaginu Skagafirði er falin samkvæmt þjónustusamningnum. Í fáum orðum staðfestir úttekt HLH að faglegur rekstur sé í góðu samræmi við lög og reglugerðir, ekki er um umfram þjónustu að ræða og almenn sátt ríki um rekstur einstakra starfsstöðva sem og samskipti þeirra við stjórnsýslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í því ljósi er óhætt að segja að faglega og rekstrarlega sé staðið að málaflokknum á Norðurlandi vestra í samræmi við lög sem Alþingi hefur sett og reglugerðir ráðuneyta þar að lútandi.
Hallinn á rekstri málaflokksins var 24 m.kr. hjá Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2020 en á árinu 2021 var hann kominn í 151 m.kr. Horfur eru á að hallinn aukist enn á árinu 2022 og verði þá um 170 m.kr. hjá sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði. Í fjárhagsáætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir að hallinn hjá Skagafirði einum og sér verði svipaður og á yfirstandandi ári og ríflega 288 m.kr. á starfssvæðinu öllu, þ.e. Norðurlandi vestra. Bein framlög Skagafjarðar til málaflokksins eru því vel yfir hálfur milljarður króna á þessu 4 ára tímabili. Er um að ræða málaflokk sem erfitt er að hagræða í án þess að ganga á lögbundna þjónustu og rétt notenda þannig að þar er fyrst og fremst um tekjuvanda að ræða. Rétt er að hafa í huga að breytingar sem gerðar voru á lögum á Alþingi árið 2018 um breytt þjónustuviðmið hafa haft verulega íþyngjandi áhrif á rekstur málaflokksins fjárhagslega. Það er afar brýnt að ríkisvaldið leiðrétti sín framlög strax í fjáraukalögum 2022.