Fara í efni

Samráð; Drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2212076

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 27. fundur - 14.12.2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 8. desember 2022 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2022, "Drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs". Umsagnarfrestur er til og með 23.12.2022.

Byggðarráð Skagafjarðar - 28. fundur - 21.12.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. desember 2022 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2022, "Drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs". Umsagnarfrestur er til og með 23.12.2022.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum drögum að reglugerð um meðhöndlun úrgangs. Byggðarráð vill engu að síður benda á að nauðsynlegt er að hafa skörp skil á milli úrgangs frá heimilum og rekstraraðilum. Byggðarráð telur því jafnframt eðlilegt að sett verði töluleg markmið og viðmiðanir um endurvinnslu úrgangs frá rekstraraðilum eins og gert er með heimilin skv. 10. grein.