Lagt fram til kynningar samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk dagsett 16. desember 2022. Hækkun útsvarsálagningar sveitarfélaga um 0,22% vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna. Áætlað er að þessi breyting auki tekjur inn í málaflokkinn um 5 ma.kr. á næsta ári. Byggðarráð Skagafjarðar vill árétta að þrátt fyrir þessa breytingu af hálfu ríkisins vantar verulega upp á að málaflokkurinn verði fjármagnaður að fullu eins og ríkinu ber skylda til.
Byggðarráð Skagafjarðar vill árétta að þrátt fyrir þessa breytingu af hálfu ríkisins vantar verulega upp á að málaflokkurinn verði fjármagnaður að fullu eins og ríkinu ber skylda til.