Sveitarstjóri upplýsir að fasteignasali sé enn í samskiptum við þá sem boðið hafa í eignirnar Lambanes-Reykir A (grunnur) og Lambanes Reykir B (íbúðarhús) um frekari boð. Jafnframt upplýsir hann um fjárhæð síðustu tilboða þeirra sem boðið hafa í eignirnar. Þau tilboð liggja frammi á fundinum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að samþykkja hæsta boð sem fáist í hvora eign, með fyrirvara um forkaupsrétt landeigenda. Séu boð jöfn skuli hlutkesti ráða, nema unnt sé að greina annað tilboðið hagstæðara, m.t.t. greiðslukjara/öryggis. Skal því þá tekið. Umboð þetta gildir til kl. 12:00 hinn 31.12. 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að samþykkja hæsta boð sem fáist í hvora eign, með fyrirvara um forkaupsrétt landeigenda. Séu boð jöfn skuli hlutkesti ráða, nema unnt sé að greina annað tilboðið hagstæðara, m.t.t. greiðslukjara/öryggis. Skal því þá tekið. Umboð þetta gildir til kl. 12:00 hinn 31.12. 2022.