Samráð; Áform um lagasetningu - Breyting á lögum um stjórn fiskveiða og um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu)
Málsnúmer 2301077
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 32. fundur - 25.01.2023
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. janúar 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2023, "Áform um lagasetningu - Breyting á lögum um stjórn fiskveiða og um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu)". Umsagnarfrestur er til og með 02.02.2023.
Lögð fram umsögn Drangeyjar smábátafélags sem samþykkt var á félagsfundi 22. janúar 2023.
Meirihluti byggðarráðs tekur undir umsögn Drangeyjar þar sem segir í niðurlagi afstöðu félagsins: "Vitað er að meirhluti þeirra sjómanna sem stundað hafa grásleppuveiðar á
Skagafirði um alllangt skeið eru nú hlynntir kvótasetningu enda liggi ljóst fyrir á hvaða
forsendum það verði gert og hvernig hún verði útfærð. Slíku er að áliti þeirra ekki til að dreifa
í fyrirliggjandi drögum að frumvarpi."
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Fulltrúi VG og óháðra tekur undir mikilvægi þess að svæðaskipta veiðum á grásleppu. Þær rannsóknir og sú þekking sem aflað hefur verið undanfarin ár hafa undirstrikað mikilvægi þess að taka upp svæðaskipta veiðistjórn á hrognkelsum til að tryggja sjálfbæra nýtingu stofna, en einnig tryggja hagsmuni viðkomandi byggðarlaga og fjölskyldna sem byggja lífsviðurværi sitt á grásleppuveiðum. Með því að beita svæðaskiptingu og sóknarstýringu eftir stöðu veiðistofna hrognkelsa innan svæða og hagnýta betur þá nýju þekkingu sem aflað hefur verið, verður best stuðlað að farsælli nýtingu og verndun þeirra.
Fulltrúi VG og óháðra lýsir yfir áhyggjum sínum yfir hugmyndum um kvótasetningu grásleppu vegna hættu á samþjöppun veiðiheimilda og neikvæðra byggðaáhrifa. Margvíslegar áskoranir fylgja mögulegri kvótasetningu hrognkelsaveiða sem ekki verður séð á þessari stundu hvernig verða leystar með fullnægjandi hætti.
Lögð fram umsögn Drangeyjar smábátafélags sem samþykkt var á félagsfundi 22. janúar 2023.
Meirihluti byggðarráðs tekur undir umsögn Drangeyjar þar sem segir í niðurlagi afstöðu félagsins: "Vitað er að meirhluti þeirra sjómanna sem stundað hafa grásleppuveiðar á
Skagafirði um alllangt skeið eru nú hlynntir kvótasetningu enda liggi ljóst fyrir á hvaða
forsendum það verði gert og hvernig hún verði útfærð. Slíku er að áliti þeirra ekki til að dreifa
í fyrirliggjandi drögum að frumvarpi."
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Fulltrúi VG og óháðra tekur undir mikilvægi þess að svæðaskipta veiðum á grásleppu. Þær rannsóknir og sú þekking sem aflað hefur verið undanfarin ár hafa undirstrikað mikilvægi þess að taka upp svæðaskipta veiðistjórn á hrognkelsum til að tryggja sjálfbæra nýtingu stofna, en einnig tryggja hagsmuni viðkomandi byggðarlaga og fjölskyldna sem byggja lífsviðurværi sitt á grásleppuveiðum. Með því að beita svæðaskiptingu og sóknarstýringu eftir stöðu veiðistofna hrognkelsa innan svæða og hagnýta betur þá nýju þekkingu sem aflað hefur verið, verður best stuðlað að farsælli nýtingu og verndun þeirra.
Fulltrúi VG og óháðra lýsir yfir áhyggjum sínum yfir hugmyndum um kvótasetningu grásleppu vegna hættu á samþjöppun veiðiheimilda og neikvæðra byggðaáhrifa. Margvíslegar áskoranir fylgja mögulegri kvótasetningu hrognkelsaveiða sem ekki verður séð á þessari stundu hvernig verða leystar með fullnægjandi hætti.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar, um málið.