Fara í efni

Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2023

Málsnúmer 2301143

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 8. fundur - 19.01.2023

Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Árið 2023 er daggjald notenda 1.453 kr. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2023 verði 602 kr., samanlagt daggjald með fæði 2.055 kr. og fjarvistargjald á dag 1.453 kr. Vísað til byggðaráðs

Byggðarráð Skagafjarðar - 32. fundur - 25.01.2023

Lögð fram gjaldskrá dagdvalar aldraðra sem vísað var frá 8. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 19. janúar 2023.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 10. fundur - 15.02.2023

Lögð fram gjaldskrá dagdvalar aldraðra sem vísað var frá 8. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 19. janúar 2023. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.