Lagt fram ódagsett bréf móttekið 6. febrúar 2023, til sveitarstjórna í Skagabyggð, Skagafirði og Húnabyggð frá búfjáreigendum er sóttu fund búfjáreigenda í Skagahólfi þann 2. febrúar 2023. Eftirfarandi bókun var samþykkt á framangreindum fundi: "Fundur búfjáreigenda í Skagahólfi skorar á sveitarstjórnir Skagabyggðar, Húnabyggðar og Skagafjarðar að beita sér af krafti fyrir því að fá Vegagerðina til að girða af Þverárfjallsveginn, beggja vegna, frá Skagastrandarvegi að Sauðárkróki. Með því móti yrði komið í veg fyrir alvarleg bílslys og tjón á búfénaði. Girðingin þarf að vera fjárheld netgirðing með gaddavír undir og yfir og viðhald hennar tryggt. Gríðarleg umferð er um veginn og á honum hafa orðið tíð slys, þegar keryrt hefur verið á búfé. Alvarlegt slys varð á veginum sumarið 2022, þegar fólksbíl var ekið á tvö hross. Hrossin drápust og mikið lán var að ekki yrðu alvarleg slys á fólki." Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að hafa samband við framkvæmdastjóra Skagabyggðar og Húnabyggðar um nálgun málsins gagnvart Vegagerðinni.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að hafa samband við framkvæmdastjóra Skagabyggðar og Húnabyggðar um nálgun málsins gagnvart Vegagerðinni.