Samkvæmt samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sótahnjúks ehf. frá 15. júlí 2020 um rekstur og viðhald sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum skal byggðarráð Skagafjarðar samþykkja viðhald og viðhaldsreikninga sem aðstandendur Sótahnjúks ehf. framvísa. Starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar hafa farið yfir þau gögn sem Sótahnjúkur ehf. hefur lagt fram varðandi viðhald á sundlauginni og kynnt sér það með úttekt á staðnum. Undir þessum dagskrárlið kom Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins til fundarins. Byggðarráð samþykkir að greiða útlagðan kostnað af viðhaldsfé eignasjóðs í samræmi við samning á milli aðilanna.
Starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar hafa farið yfir þau gögn sem Sótahnjúkur ehf. hefur lagt fram varðandi viðhald á sundlauginni og kynnt sér það með úttekt á staðnum. Undir þessum dagskrárlið kom Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins til fundarins.
Byggðarráð samþykkir að greiða útlagðan kostnað af viðhaldsfé eignasjóðs í samræmi við samning á milli aðilanna.