Fara í efni

Skipan starfshóps um skjalavörslu og rafræn skil sveitarfélagsins

Málsnúmer 2302218

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 80. fundur - 17.01.2024

Undir þessum dagskrárlið mættu Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður, Kristín Jónsdóttir skjalastjóri og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri.
Á fundi framkvæmdaráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar 21.02.2023 var samþykkt að stofna til starfshóps til að kanna núverandi stöðu mála varðandi varðveislu og umsýslu stafrænna gagna sem og leggja fram sviðsmyndir um framtíðarsýn í þessum málaflokki. Í starfshópinn voru skipuð gestir fundarins. Hópurinn hefur nú skilað af sér niðurstöðum í formi skýrslu um skjalavörslu og rafræn skil Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fela héraðsskjalaverði, skjalastjóra og verkefnastjóra að vinna drög að skjalastefnu sem verður lögð fyrir byggðarráð og sveitarstjórn í febrúar 2024.