Fara í efni

Gagnagrunnur um mengaðan jarðveg

Málsnúmer 2302261

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 20. fundur - 09.03.2023

Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun dags. 27.02.2023 þar sem fram kemur:
“Umhverfisstofnun vill koma því á framfæri til sveitafélaganna í landinu að stofnunin hefur komið á fót gagnagrunni um mengaðan jarðveg sbr reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg. Þennan gagnagrunn er hægt að nálgast í kortasjá Umhverfisstofnunar og á svæði stofnunarinnar um mengaðan jarðveg.
Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlitin í landinu vinna að því að færa þekkt menguð svæði inn í gagnagrunninn ásamt svæðum þar sem grunur er um mengun. Þessi vinna mun þó taka talsverðan tíma.
Umhverfisstofnun vill benda á að í 13. gr. reglugerðar nr. 1400/2020 kemur fram að sveitafélög skulu taka mið af gagnagrunninum við gerð skipulags.
Stofnunin vill einnig benda á að opnaður hefur verið ábendingavefur inni á gagnagátt stofnunarinnar þar sem allir geta farið inn og sent inn ábendingu um menguð svæði eða svæði þar sem grunur er um mengun."