Umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur á Sauðárkróki
Málsnúmer 2303124
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 41. fundur - 29.03.2023
Málið áður á dagskrá 40. fundar byggðarráðs, þann 22. mars 2023. Lagt fram ódagsett erindi sem barst 10. mars 2023 frá Þór Brynjarssyni ehf. og Hopp. Óskað er eftir að gerður verði þjónustusamningur milli Skagafjarðar og sérleyfishafa Þór Brynjarsson ehf. um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafskútur á Sauðárkróki. Ágúst Þór Brynjarsson og Rúnar Þór Brynjarsson sérleyfishafar Hopp í Skagafirði tóku þátt í fundinum ásamt Eiríki Rafni Rafnssyni fulltrúa Hopp, undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að útfæra þjónustusamning í samstarfi við umsækjendur og leggja fyrir byggðarráð.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að útfæra þjónustusamning í samstarfi við umsækjendur og leggja fyrir byggðarráð.
Byggðarráð Skagafjarðar - 46. fundur - 03.05.2023
Lögð fram samstarfsyfirlýsing milli Skagafjarðar og Þórs Brynjarssonar ehf., Rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að 20 rafskútur komi í upphafi.
Byggðarráð samþykkir framlagða samstarfsyfirlýsingu.
Byggðarráð samþykkir framlagða samstarfsyfirlýsingu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum fyrirtækjanna á fjarfund með ráðinu til að ræða nánar um fyrirkomulag þjónustunnar.