Fara í efni

Erindi varðandi söfnun sorps

Málsnúmer 2303125

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 40. fundur - 22.03.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. mars 2023 frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur fyrir hönd Íbúa- og átthagafélags Fljóta þar sem óskað er eftir formlegum fundi með til þess bærum aðilum frá sveitarfélaginu Skagafirði varðandi söfnun sorps í Fljótum. Segir að afar brýnt sé að blásið verði til íbúafundar sem allra fyrst svo engin vafamál séu varðandi þessi mál og hvernig sérstakar landfræði-og veðurfarslegar aðstæður svæðisins verði leystar með tilliti til söfnunar sorps.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna hentugan fundartíma.