Fara í efni

Samráð; Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2303128

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 40. fundur - 22.03.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 64/2023, "Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 27.03.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sinni með raunverulegum hætti því mikilvæga hlutverki að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skattekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum en aðstæður sveitarfélaga landsins eru afar ólíkar, t.d. hvað varðar landstærð, fjölda þéttbýliskjarna, tekjugrundvöll o.fl. Með hliðsjón af nýju framlagi vegna höfuðstaðaálags vill byggðarráð minna á að nokkur sveitarfélög á landsbyggðinni eru í dag að veita mikla og fjölþætta félagslega þjónustu sem einnig mætti taka tillit til.