Fara í efni

Íslenska æskulýðsrannsóknin 2022

Málsnúmer 2303138

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 11. fundur - 13.04.2023

Frístundastjóri kynnti niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir árið 2022, sem var í fyrsta skipti sem rannsóknin var lögð fyrir. Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun. Nemendur Varmahlíðarskóla tóku þátt í rannsókninni á síðasta ári en fyrir liggur að allir grunnskólar í Skagafirði taki þátt í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Nefndin felur frístundastjóra að kynna niðurstöðunar á næsta fundi ungmennaráðs Skagafjarðar.