Fara í efni

Reglur um húsnæðismál með endurskoðun á matsblaði

Málsnúmer 2303204

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 11. fundur - 13.04.2023

Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra v. reglna um húsnæðismál í Skagafirði. Nefndin fjallaði um reglunar á fundi 10. nóvember sl. Reglunar voru samþykktar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og efnislegar breytingar voru gerðar á lið 11 um gerð leigusamninga á forsendum laga sem tóku gildi 1. janúar sl. Búið er að uppfæra lið 11 í reglum. Félagsmála- og tómstundanefnd felur félagsmálastjóra að fara yfir umsóknareyðublað og matsblað með stigagjöf og leiðbeiningum sem lagt er til grundvallar forgangsröðunar úthlutunar íbúða skv. lið 6 í reglum um húsnæðismál og leggja fyrir nefndina ásamt upplýsingum um fjölda þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegum íbúðum.