103. Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar
Málsnúmer 2303250
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 11. fundur - 13.04.2023
Frístundastjóri kynnti skýrsluskil aðildarfélaga UMSS um nýtingu styrkja frá Skagafirði til barna- og unglingastarfs á árinu 2022. Skýrsluskil eru forsenda þess að aðildarfélögum séu úthlutaðir áframhaldandi styrkir fyrir árið 2023. Styrkirnir eru ákvarðaðir við gerð fjárhagsáætlunnar ár hvert. Stjórn UMSS úthlutar styrkjunum samkvæmt úthlutunarreglum sem hún setur sér. Samstarfssamningur milli Skagafjarðar og UMSS er útrunninn og þörf á að endurskoða samninginn. Félagsmála- og tómstundanefnd óskar eftir að fulltrúi UMSS komi á næsta fund nefndarinnar til viðræðna um áframhaldandi samstarfssamning.