Aðstaða á Sauðárkróksvelli
Málsnúmer 2303280
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 43. fundur - 12.04.2023
Málið áður á dagskrá 42. fundar byggðarráðs þann 5. apríl 2023. erindi frá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð um úrbætur á Sauðárkróksvelli (gervigrasvöllur), m.a. hvað varðar aðstöðu til sjónvarpsútsendinga, geymslu búnaðar og snjómoksturs á vellinum. Fulltrúar knattspyrnudeildar Tindastóls, Sunna Björk Atladóttir og Lee Ann Maginnis komu á fund ráðsins til viðræðu undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna í samráði við knattspyrnudeildina um aðstöðu til sjónvarpsútsendinga og mögulegan kostnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna í samráði við knattspyrnudeildina um aðstöðu til sjónvarpsútsendinga og mögulegan kostnað.
Byggðarráð Skagafjarðar - 46. fundur - 03.05.2023
Málið áður á 42. fundi byggðarráðs þann 5. apríl 2023 og 43. fundi byggðarráðs þann 12. apríl 2023. Erindi frá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð um úrbætur á Sauðárkróksvelli (gervigrasvöllur), m.a. hvað varðar aðstöðu til sjónvarpsútsendinga, geymslu búnaðar og snjómoksturs á vellinum.
Byggðarráð samþykkir að kaupa 10ft. húseiningu sem aðstöðu fyrir fjölmiðlafólk. Áætlaður kostnaður með flutningi og uppsetningu 2,5 mkr. Fjármagnið tekið af fjárfestingafé eignasjóðs.
Byggðarráð samþykkir að kaupa 10ft. húseiningu sem aðstöðu fyrir fjölmiðlafólk. Áætlaður kostnaður með flutningi og uppsetningu 2,5 mkr. Fjármagnið tekið af fjárfestingafé eignasjóðs.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir að fá formann og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls til næsta fundar ráðsins.