Fara í efni

Ákvæði laga um búfjárhald, ágang búfjár o.fl. þeim tengt

Málsnúmer 2304003

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 42. fundur - 05.04.2023

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Sveitarfélagið Skagafjörður skorar á matvælaráðuneytið að beita sér sem fyrst fyrir endurskoðun og samræmingu ákvæða laga um búfjárhald, ágang búfjár o.fl. þeim tengt. Fram hefur komið að Umboðsmaður Alþingis telur að misræmi sé á milli laga nr. 38/2013, (8. og 9. gr.) og laga nr. 6/1986 (33. og 34. gr.), auk þess sem gæta þarf að ákvæðum girðingarlaga nr. 135/2001.
Það er jafnt búfjáreigendum sem landeigendum hagsmunamál að lagalegri óvissu þessara mála verði eytt sem fyrst.