Með tölvupósti dags. 20. febrúar sl. er óskar skipulagsfulltrúi eftir við lóðarhafa að gerð sé tillaga að byggingarreitum innan viðkomandi lóða ásamt því að gera grein fyrir ætluðu byggingarmagni / byggingum og byggingaráformum. Fyrir liggur umbeðin greinargerð dags. 30.3.2023. Meðfylgjandi greinargerðinni er lóðaruppdráttur (S101 verknr. 3245) unninn af Áræðni ehf. kt. 420807-0150 sem sýnir tillögu að lóðarskipulagi, byggingarreit og byggingarmagni á lóð ásamt fyrirhugaðri áfangaskiptingu framkvæmda. Áformaður fyrsti áfangi er 546m² geymsluhúsnæði, annar áfangi 614m². Skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti óskar lóðarhafi eftir aðkomu að lóðinni úr suðri um 40.0 m breiðan innkeyrslustút með 6 m radíus. Jafnframt óskar lóðarhafi eftir leyfi fyrir jarðvegsmön á austurmörkum lóðarinnar. Meðfylgjandi er tillöguteikning sem gerir grein fyrir því húsi sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni. Nefndin bendir á að innan lóðarinnar liggur háspennustrengur í eigu RARIK. Gerð verður grein fyrir þeim streng á lóðarblaði og í lóðarleigusamningi. Skipulagsnefnd samþykkir að hámarki 15 m breiðan innkeyrslustút með 6 m radíus með tilliti til umferðaröryggis á svæðinu og samþykkir erindið að öðru leyti.
Fyrir liggur umbeðin greinargerð dags. 30.3.2023.
Meðfylgjandi greinargerðinni er lóðaruppdráttur (S101 verknr. 3245) unninn af Áræðni ehf. kt. 420807-0150 sem sýnir tillögu að lóðarskipulagi, byggingarreit og byggingarmagni á lóð ásamt fyrirhugaðri áfangaskiptingu framkvæmda. Áformaður fyrsti áfangi er 546m² geymsluhúsnæði, annar áfangi 614m². Skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti óskar lóðarhafi eftir aðkomu að lóðinni úr suðri um 40.0 m breiðan innkeyrslustút með 6 m radíus. Jafnframt óskar lóðarhafi eftir leyfi fyrir jarðvegsmön á austurmörkum lóðarinnar. Meðfylgjandi er tillöguteikning sem gerir grein fyrir því húsi sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni.
Nefndin bendir á að innan lóðarinnar liggur háspennustrengur í eigu RARIK. Gerð verður grein fyrir þeim streng á lóðarblaði og í lóðarleigusamningi.
Skipulagsnefnd samþykkir að hámarki 15 m breiðan innkeyrslustút með 6 m radíus með tilliti til umferðaröryggis á svæðinu og samþykkir erindið að öðru leyti.