Fara í efni

Náttúruvá - hættumat og vöktun, boð á kynningu

Málsnúmer 2304035

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 43. fundur - 12.04.2023

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2023 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti þar sem boðið er til kynningar á skýrslu starfshóps um stöðumat og áskoranir varðandi mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi í mars 2021. Hópurinn hefur skilað Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu sinni og verða niðurstöður hennar kynntar á fundi sem haldinn verður í Kaldalónssalnum í Hörpu fimmtudaginn 13. apríl 2023, kl. 10:00.